Gylfi og Jóhann eiga sviðið eftir stórleikinn

Gylfi Þór Sigurðsson og Aaron Lennon hjá Burnley verða í …
Gylfi Þór Sigurðsson og Aaron Lennon hjá Burnley verða í eldlínunni. AFP

Það eru sjö leikir á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag, en flestra augu beinast að stórleiknum á Old Trafford í hádeginu þegar Manchester United tekur á móti Liverpool.

United er með 62 stig í öðru sætinu og Liverpool er með 60 stig í því þriðja, svo líklegt er að leikur liðanna sem hefst klukkan 12.30 sé slagur um silfrið. Manchester City er með 16 stiga forskot á toppnum þegar níu umferðir eru eftir.

Fimm leikir eru svo á dagskrá klukkan 15 þar sem bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða í eldlínunni með sínum liðum. Gylfi og Everton fá þá nýliða Brighton í heimsókn á meðan Burnley heimsækir West Ham.

Everton og Brighton eru jöfn fyrir leikinn í 10.-11. sætinu með 34 stig en Jóhann Berg og félagar í Burnley eru í 7. sætinu með 40 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert