Sjáðu blaðamannafundinn ótrúlega hjá Mourinho

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Sjón er svo sannarlega sögu ríkari þegar kemur að blaðamannafundi portúgalska knattspyrnustjórans José Mourinho í gær.

Líkt og mbl.is hefur fjallað um var José Mourinho í miklu stuði á blaðamannafundinum í gær sem haldinn var fyrir viðureign liðsins í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má sjá báða hlutanna af blaðamannafundinum með Portúgalnum.

Í fyrri hlutanum mætti Mourinho á svæðið, heilsaði blaðamönnum og sagði: „Ég er á lífi. Ég er hérna“ áður en hann hélt 12 mínútna einræðu þar sem hvorki kóngur né prestur komust að. Viðbrögð hans voru ef til vill þessi þar sem hann var harkalega gagnrýndur meðal annars fyrir furðuleg ummæli sín um að ekkert nýtt væri í þeim fréttum að United myndi falla úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Í seinni hlutanum talaði José Mourinho meðal annars um Sevilla-liðið sem sló United úr leik, hversu öflugt það sé í útsláttarkeppnum og að í því væru margir leikmenn sem ættu fullt erindi í lið Manchester United. Óhætt er að segja að Portúgalinn hafi lagt mikla áherslu á orð sín þar sem hann sagði meðal annars að leikmenn Manchester United þyrftu að fullorðnast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert