Van Gaal hefði látið United spila eins og City

Louis van Gaal og José Mourinho.
Louis van Gaal og José Mourinho. AFP

Louis van Gaal, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, og José Mourinho, núverandi stjóri liðsins, virðast hafa slíðrað sverð sín, en báðir hafa þeir skotið á hvorn annan eftir að sá síðarnefndi tók við liðinu af van Gaal.

Van Gaal stýrði liði United í tvö ár en var rekinn vorið 2016 eftir að hann hafði stýrt liðinu til sigurs í enska bikarnum.

„Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með José Mourinho. Það vill hver einasti þjálfara þjálfa Manchester United sem er eitt stærsta félag í heimi,” sagði van Gaal við Bild.

„Ég kenni honum ekki um,” sagði van Gaal sem er hins vegar ósáttur með Ed Woodward, stjórnarmann Manchester United.

„Það sem mér finnst rangt er þegar að stjórnarformaðurinn segist vera ánægður með þig og segir þér ekki að trúa því sem stendur í blöðunum. Svo vinnur þú enska bikarinn og ert samt rekinn,“ sagði van Gaal.

Hollendingurinn sagðist hrósaði einnig Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, semm hann segir vera besta stjóra í ensku úrvalsdeildarinnar. 

„Pep gerði City að vél. Hann spilar fótbolta sem ég hefði viljað láta Manchester United spila. En hann er með betri leikmenn í það. Það ferli hefði tekið lengri tíma fyrir mig. Ég fékk því miður ekki tímann í það,” sagði van Gaal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert