Hrottafengin hommafælni

Mikið er um hommafælni í knattspyrnu.
Mikið er um hommafælni í knattspyrnu. AFP

Knattspyrnumenn verða fyrir barðinu á hrottafenginni hommafælni í hverjum einasta leik en þetta segir leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Damien Delaney, sem spilar fyrir Crystal Palce, telur að kynþáttaníð sé á undanhaldi í knattspyrnu en að fordómar gagnvart samkynhneigðum færist stöðugt í aukana.

„Ég er ekki að segja að kynþáttaníð sé liðin tíð en það er orðið sjaldgæft að heyra slíkt frá stuðningsmönnum,“ sagði þessi 36 ára írski varnarmaður sem mætir Liverpool um helgina.

„Hrottafengin hommafælni virðist aftur á móti vera það nýjasta, það virðist vera orðin viðunandi hegðun að hreyta slíku í leikmenn. Sumt af því sem maður heyrir er alveg hrikalegt.“

Kick it out, sam­tök sem berj­ast gegn fordómum í knattspyrnu, greindi frá því í síðasta mánuði að 59% aukning hefur orðið á atvikum sem tilkynnt eru til samtakanna en þau voru um 300 talsins á síðasta ári. 

Damien Delaney (t.h.) segir hrottafengna hommafælni vera daglegt brauð í …
Damien Delaney (t.h.) segir hrottafengna hommafælni vera daglegt brauð í knattspyrnuheiminum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert