Pirraður Allardyce sprengdi skalann

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir að markaðsdeildin hjá Everton hafi gert mistök er hún sendi út tölvupóst á stuðningsmenn félagsins og bað stuðningsmenn um að gefa stjóranum og starfsliði hans einkunn á skalanum 0 til 10.

„Frá mínum bæjardyrum séð og félagsins einnig, þá voru þetta mistök. En þetta gerði ykkur kleift að skrifa fallegar fyrirsagnir,“ sagði Allardyce við blaðamenn í dag.

Spurður í dag hvað hann myndi gefa sjálfum sér í einkunn svaraði Allardyce léttur en pirraður á ensku: „Piss off“ áður en hann gaf svo lokasvar: „Ellefu“.

Þetta breytir engu fyrir mig og mun ekki gera það fyrr en einhver segir: Sam, við viljum ekki hafa þig lengur hérna,” sagði Sam Allardyce sem bætti því einnig við að stjórnarformaðurinn Bill Kenwright hefði beðið hann afsökunar á þessu.

Allardyce gerir því ráð fyrir að stýra Everton á næstu leiktíð og segir að næsta velti á því hvernig Everton muni geta fjárfest í sumar.

Þetta snýst um þá leikmenn sem við getum fengið og hversu vel við stöndum okkur á þeim vettvangi,” sagði Allardyce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert