Sé Wenger ánægður er Mourinho ánægður

Jose Mourinho og Arsene Wenger í hanaslag árið 2014.
Jose Mourinho og Arsene Wenger í hanaslag árið 2014. AFP

Jose Mourinho var spurður út í tíðindi dagsins hjá Arsenal á blaðamannafundi hjá Manchester United í dag. Mourinho og Wenger hafa átt sérlega stirt samband allt frá því Mourinho tók við liði Chelsea árið 2004. 

„Að hætta? Hjá Arsenal þá? Ef hann er hamingjusamur þá er ég hamingjusamur. Ef hann er leiður þá er ég leiður. Ég óska andstæðingum mínum ávallt alls hins besta. Ég  sendi alltaf góðar óskir. Aðalatriðið er að hann sé ánægður með ákvörðunina og hlakki til næsta kafla á sinni starfsævi og í lífi sínu. Sé það raunin þá samgleðst ég honum. Ef hann er leiður þá er ég leiður. Ég er nokkuð viss um að við sem félag, og sérstaklega þar sem Hr. Wenger og Arsenal voru helstu keppinautarnir á tíma Sir Alex, þá er ég nokkuð viss um að við sem félag munum sýna Hr. Wenger þá virðingu sem hann á skilið,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi í Manchester í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert