Kveðjuleikjahrinan hófst á sigri

Alexandre Lacazette fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Arsenal …
Alexandre Lacazette fagnar öðru marki sínu og fjórða marki Arsenal í dag. AFP

Arsenal vann West Ham 4:1 í dag í ensku úrvalsdeildinni og Burnley og Stoke skildu jöfn, 1:1, er tveir leikir fóru fram. Um fyrsta leikinn undir stjórn Arsene Wenger var að ræða eftir að hann tilkynnti um að hann myndi hætta með liðið eftir meira en 20 ár í stjórastöðunni og því óhætt að segja að sú kveðjuleikjahrina sem nú er komin af stað byrji vel.

Nacho Monreal fagnar marki sínu í dag.
Nacho Monreal fagnar marki sínu í dag. AFP

Nacho Monreal kom Arsenal í 1:0 með viðstöðulausu skoti á lofti eftir hornspyrnu, 1:0. 13 mínútum síðar jafnaði austurríski framherjinn Marko Arnautovic, 1:1 og var staðan jöfn fram á 82. mínútu. Aaron Ramsey átti þá sendingu inn í teig sem Declan Rice, varnarmaður West Ham lét fara, þar sem hann taldi sig hafa heyrt Joe Hart markvörð sinn kalla á boltann. Boltinn fór því yfir Rice og lak á endanum í fjærhornið. 2:1. Franski framherjinn Alexandre Lacazette lokaði leiknum á 85. mínútu og kom Arsenal í 3:1 og rak svo síðasta naglann í kistu West Ham með marki á 89. mínútu, 4:1 lokatölur.

Stoke og Burnley skildu jöfn í hinum leiknum sem hófst kl. 12:30. Badou Ndiaye kom Stoke yfir á 11. mínútu en Ashley Barnes jafnaði í síðari hálfleik á 62. mínútu. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn í lið Burnley sem varð af dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Liðið er nú með 53 stig í 7. sæti og er fjórum stigum á eftir Arsenal í 6. sætinu.

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Xherdan Shaqiri í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttu við Xherdan Shaqiri í dag. AFP
Arsenal 4:1 West Ham opna loka
90. mín. Leik lokið 4:1 lokatölur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert