Á leið í læknisskoðun hjá United

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Manchester United telur sig hafa unnið kapphlaupið um að fá Brasilíumanninn Fred til liðs við sig frá úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að brasilíski miðjumaðurinn muni líklega gangast undir læknisskoðun hjá United í næstu viku en Manchester City reyndi að fá Fred til liðs við sig í janúar án árangurs

Talið er Manchester United þurfi að punga út 43 milljónum punda fyrir leikmanninn en upphæðin gæti endað í 52 milljónum punda við tiltekinn fjölda leikja með liðinu.

Fred er á leið til Englands með landsliði Brasilíu en Brasilía og Króatía, andstæðingar Íslendinga á HM í Rússlandi, mætast í vináttuleik á Anfield í Liverpool á sunnudaginn.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert