Blanc líklegastur til að taka við Chelsea

Laurent Blanc þykir líklegastur til þess að taka við Chelsea, …
Laurent Blanc þykir líklegastur til þess að taka við Chelsea, fari svo að Antonio Conte verði rekinn. AFP

Franski knattspyrnustjórinn Laurent Blanc þykir líklegastur til þess að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea, fari svo að Antonio Conte verði látinn fara en það er Sportsmail sem greinir frá þessu. Conte á ár eftir af samningi sínum við Chelsea en fjölmiðlar á Englandi telja líklegt að hann verði látinn fara á næstu dögum.

Blanc hefur stýrt Bordeuax, PSG og franska landsliðinu á þjálfaraferli sínum en þekkir vel til á Englandi eftir að hafa spilað með Manchester United á árunum 2001 til 2003. Hann spilaði 48 leiki fyrir enska félagið þar sem hann skoraði 1 mark og þá á hann að baki 97 landsleiki fyrir franska landsliðið. Hann varð heimsmeistari og Evrópumeistari með franska landsliðinu og þá var hann enskur meistari með United árið 2003.

Hann vann frönsku 1. deildina þrjú ár í röð þegar að hann var stjóri PSG og þá gerði hann Bordeux einnig að Frakklandsmeisturum árið 2009. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert