Dalglish sleginn til riddara

Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish. AFP

Kenny Dalglish er orðinn Sir Kenny Dalgish eftir að hafa verið sleginn til riddarar af Elísabetu Bretadrottningu fyrir framlag hans til knattspyrnu á Bretlandi.

Dalglish er fyrrverandi leikmaður Celtic og Liverpool og af mörgum talinn sá allra besti til að spila fyrir bæði þessi félög. Hann var framherji og skoraði 336 mörk í 824 leikjum með þessum tveimur félögum, ásamt því að spila 102 landsleiki og skora í þeim 30 mörk.

Hann varð síðar knattspyrnustjóri Liverpool um árabil og síðar stýrði hann Blackburn til sigurs í ensku úrvalsdeildinni árið 1995. Hann varð Englandsmeistari alls 14 sinnum sem leikmaður og stjóri ásamt því að verða Evrópumeistari í þrígang með Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert