Ýfingar milli Pogba og Mourinho

Paul Pogba á blaðamannafundinum í dag.
Paul Pogba á blaðamannafundinum í dag. AFP

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba viðurkenndi í dag að honum og José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, kom ekki alltaf vel saman á síðasta tímabili.

Pogba byrjaði tímabilið vel í Manchester síðasta haust en þurfti að sætta sig við þó nokkra bekkjarsetu í vor. Miklir orðrómar voru um ýfingar milli Pogba og stjórans en franski miðjumaðurinn segir tímabilið hafa verið lærdómsríkt.

„Það voru stundum ágreiningar milli okkar en þetta voru bara smámunir. Að sitja á bekknum er eitthvað sem hjálpar þér að þroskast, ég verð að sætta mig við þetta,“ sagði Pogba við blaðamenn í dag en hann er með franska landsliðinu í Rússlandi á heimsmeistaramótinu.

Pogba gekk til liðs við United sumarið 2016 og varð þá dýrasti knattspyrnumaður heims, hann skoraði þó aðeins fimm mörk á tímabilinu og þótti af sumum ekki standa undir verðmiðanum.

José Mourinho, stjóri Man. Utd.
José Mourinho, stjóri Man. Utd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert