Vill aftur til Englands eftir Kínadvölina

José Fonte í leik Portúgal og Marokkó á HM í …
José Fonte í leik Portúgal og Marokkó á HM í Rússlandi fyrr í sumar. AFP

José Fonte vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu en hann lék þar á árunum 2012 til 2018 áður en hann gekk til liðs við Dalian Yifang í Kína í febrúar á þessu ári.

Fonte var fyrirliði Southampton um árabil og lék alla leiki Portúgals á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar en hann spilaði aðeins sjö leiki fyrir kínverska liðið og var samningi hans að lokum rift, en um var að ræða sameiginlega ákvörðun hans og félagsins.

Fonte gekk til liðs við West Ham í janúar árið 2017 eftir sjö ár hjá Southampton en hann meiddist á ökkla í október á síðasta ári og spilaði ekki aftur fyrir enska félagið áður en hann flutti til Kína.

Samkvæmt heimildum Sky á Englandi vill Fonte nú ólmur snúa aftur til Englands en engin félög hafa enn boðið honum samning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert