Mignolet orðaður við Barcelona

Simon Mignolet mun að öllum líkindum yfirgefa Liverpool í sumar.
Simon Mignolet mun að öllum líkindum yfirgefa Liverpool í sumar. AFP

Simon Mignolet, markmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar. Mignolet er nú þriðji í goggunarröðinni á Anfield eftir að Liverpool keypti Alisson Becker fyrir metfé í vikunni.

Belgíski markmaðurinn er í dag orðaður við spænska stórliðið Barcelona en það er spænski miðillinn Marca sem greinir frá þessu. Mignolet mun þá byrjast um markvarðastöðuna hjá félaginu við Marc-André ter Stegen en Jasper Cillessen, varamarkmaður liðsins, er að öllum líkindum á förum frá Nývangi.

Mignolet gekk til liðs við Liverpool árið 2013 þegar félagið keypti hann af Sunderland. Hann hefur spilað rúmlega 150 leiki fyrir félagið en hann hefur þótt of mistækur í seinni tíð og því er Liverpool nú tilbúið að losa sig við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert