Courtois búinn að semja við Real Madrid?

Thibaut Courtois gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea.
Thibaut Courtois gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að markmaðurinn stóri og stæðilegi, Thibaut Courtois, sé búinn að semja við spænska knattspyrnufélagið Real Madrid á Spáni. Courtois hefur verið aðalmarkmaður Chelsea frá árinu 2015 en samningur hans við enska félagið rennur út á næsta ári.

Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Chelsea en markmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid í allt sumar. Mail greinir frá því að Courtois sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Real Madrid um að ganga til liðs við félagið.

Ekkert samkomulag er hins vegar í höfn á milli félaganna tveggja en Chelsea gæti freistast til þess að selja hann núna, frekar en að missa hann frítt næsta sumar. Courtois vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en Chelsea endaði sem kunnugt er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun því leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert