Kepa mættur fyrir metfé

Kepa Arrizabalaga er orðinn leikmaður Chelsea.
Kepa Arrizabalaga er orðinn leikmaður Chelsea. Ljósmynd/Twitter-síða Chelsea

Chelsea hefur gengið frá kaupum á spænska markverðinum Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao. Hann fyllir því í skarðið sem Thibaut Courtois skilur eftir sig en Chelsea hefur samþykkt að selja Belgann til Real Madrid.

Kepa er 23 ára gamall og hefur verið varamarkvörður David de Gea hjá spænska landsliðinu. Samkvæmt frétt BBC greiðir Chelsea 71 milljón punda fyrir Kepa, jafnvirði 9,8 milljarða króna. Hann er þar með dýrasti markvörður sögunnar, dýrari en Alisson sem Liverpool keypti fyrir 66,8 milljónir punda.

Kepa hefur verið aðalmarkvörður Bilbao síðustu tvö ár. Í janúar skrifaði hann undir nýjan samning við spænska félagið sem gilda átti til ársins 2025. Hann skrifaði hins vegar í dag undir samning til sjö ára við Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert