Aron frá næstu tvær vikur

Aron Einar Gunnarsson verður frá í tvær vikur.
Aron Einar Gunnarsson verður frá í tvær vikur. Skapti Hallgrímsson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður ekki með Cardiff næstu tvær vikurnar vegna meiðsla. Aron var ekki í leikmannahópi liðsins sem tapaði fyrir Bournemouth, 2:0, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 

Aron var að glíma við meiðsli á meðan á HM í Rússlandi stóð og meiddist hann aftur á undirbúningstímabilinu. Meiðslin eru ekki alvarleg, en Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, segir að engir sénsar verði teknir með Aron. 

„Hann verður frá næstu vær vikur. Við tökum enga sénsa, heldur leyfum honum að koma hægt og rólega til baka, svo hann meiðist ekki aftur," sagði Warnock. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert