Chelsea sigraði Arsenal í mögnuðum leik

Marcos Alonso fagnar sigurmarkinu.
Marcos Alonso fagnar sigurmarkinu. AFP

Chelsea hafði betur gegn Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, 3:2. Leikurinn var hin mesta skemmtun frá upphafi til enda. Sigurmark Marcus Alonso níu mínútum fyrir leikslok skildi að lokum að. 

Chelsea byrjaði mikið betur og Pedro og Álvaro Morata komu heimamönnum í 2:0 eftir aðeins 20 mínútur. Arsenal skoraði hins vegar tvö mörk á síðustu átta mínútum síðari hálfleiks og jafnaði metin. 

Fyrst skoraði Henrikh Mkhitaryan með föstu skoti utan teigs, áður en Alex Iwobi kláraði vel upp í þaknetið af stuttu færi og var staðan í leikhléi 2:2.

Chelsea var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og Alonso skoraði af stuttu færi eftir sendingu varamannsins Eden Hazard á 81. mínútu og þar við sat. 

Chelsea er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Arsenal er án stiga. 

Chelsea 3:2 Arsenal opna loka
90. mín. Aaron Ramsey (Arsenal) á skot framhjá Glæsileg tilraun á lofti, boltinn fer ofan á markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert