Meistararnir léku á als oddi

Sergio Aguero fagnar marki sínu með David Silva (t.v.) og …
Sergio Aguero fagnar marki sínu með David Silva (t.v.) og Bernardo Silva (t.h.). AFP

Englandsmeistarar Manchester City léku á als oddi í fyrsta heimaleik tímabilsins er þeir unnu 6:1-stórsigur á Huddersfield á Etihad-vellinum í dag. Þá töpuðu Jóhann Berg og félagar í Burnley, 3:1, gegn Watford á heimavelli.

Sergio Aguero skoraði þrennu og þá skoruðu þeir Gabriel Jesus og David Silva eitt mark hvor. Undir lok leiks varð svo Terence Kongolo fyrir því óláni að skora sjálfsmark en rétt fyrir hálfleik lagaði Jon Stankovic stöðuna lítillega fyrir gestina þegar hann minnkaði muninn í 3:1.

City hefur því hafið titilvörnina með glæsibrag og er liðið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og strax búið að skora átta mörk.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley töpuðu 3:1-gegn Watford á heimavelli. Andre Gray kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu áður en James Tarkowski jafnaði metin skömmu síðar eftir stoðsendingu Jóhanns. Troy Deeney og Will Hughes bættu þó við mörkum snemma í síðari hálfleik til að tryggja stigin fyrir gestina en Jóhann Berg lék allan leikinn í liði Burnley.

Úrslitin
Man. City - Huddersfield 6:1
Burnley - Watford 1:3

Man. City 6:1 Huddersfield opna loka
90. mín. Riyad Mahrez (Man. City) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert