Pogba segir hugarfar leikmanna ekki gott

Paul Pogba skorar úr vítaspyrnu á móti Brighton.
Paul Pogba skorar úr vítaspyrnu á móti Brighton. AFP

Paul Pogba, fyrirliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins hafi ekki mætt með nógu gott hugarfar í leikinn á móti Brighton en Manchester United tapaði með þremur mörkum gegn tveimur. 

Brighton skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Glenn Murrey og Shane Duffy komu heimamönnum í 2:0 áður en Romelu Lukaku minnkaði muninn. Paul Gross kom Brighton í 3:1 úr vítaspyrnu sem dæmd var á Eric Bailly. Paul Pogba minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

„Við mættum ekki til leiks með það hugarfar að við ætluðum að vinna leikinn. Þeir voru grimmari en við og það sást á vellinum,“ sagði Paul Pogba í viðtali við Sky Sports.

„Þetta átti einnig við um mig. Hugarfar mitt var ekki nógu gott. Við munum halda áfram að reyna en þetta er augljóslega eitthvað sem við þurfum að læra af.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert