Fyrsti sigur Arsenal – Gylfi lagði upp

Frá leik Arsenal og West Ham í dag.
Frá leik Arsenal og West Ham í dag. AFP

Arsenal vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Unai Emery er West Ham kom í heimsókn í dag. Lokatölur urðu 3:1, Arsenal í vil. 

Marko Arnautivic kom West Ham yfir á 25. mínútu en aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Nacho Monreal. Issa Diop setti boltann í eigið net á 70. mínútu og kom Arsenal yfir og Danny Welbeck gulltryggði 3:1-sigur í uppbótartíma.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton þurftu að sætta sig við eitt stig eftir ótrúlegt 2:2-jafntefli á móti Bournemouth á útivelli. Richarlison fékk beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik markalaus og Everton manni færri. 

Tíu leikmenn Everton komust yfir á 56. mínútu með marki Theo Walcott og fékk Adam Smith í liði Bournemouth rautt spjald á 61. mínútu. Fimm mínútum síðar lagði Gylfi Þór upp mark á Michael Keane og Everton komst í 2:0. Bournemouth neitaði að gefast upp og Josh King og Nathan Aké skoruðu með fjögurra mínútna millibili kortéri fyrir leikslok og lokatölur 2:2.

Harry Maguire tryggði Leicester 2:1-sigur á Southamton með marki í uppbótartíma og Huddersfield og Cardiff gerðu markalaust jafntefli. Aron Einar Gunnarsson var ekki með Cardiff vegna meiðsla. 

Arsenal 3:1 West Ham opna loka
90. mín. Harry Maguire er að tryggja Leicester 2:1 útisigur á Southampton með marki í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert