Alli æfði með Tottenham í dag

Dele Alli tók virkan þátt í æfingu Tottenham í dag.
Dele Alli tók virkan þátt í æfingu Tottenham í dag. AFP

Dele Alli, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham, tók virkan þátt í æfingu liðsins í dag en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Alli hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttuleik Englands og Spánverja í síðasta landsleikjahléi.

Tottenham hefur saknað hans en liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum. Alli hefur byrjað tímabilið á Englandi vel en hann er kominn með eitt mark í fjórum leikjum fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Alli hefur verið lykilmaður í liði Tottenham síðan hann kom til félagsins frá MK Dons árið 2015. Hann hefur blómstrað undir stjórn Mauricio Pocehttino og er hann meðal annars fastamaður í enska landsliðinu í dag, þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall. 

Brighton tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn næsta og má fastlega reikna með því að Alli komi við sögu í leiknum en Tottenham er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig, 6 stigum minna en topplið Chelsea og Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert