Óvissa með endurkomu Mendy

Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki vita hvenær franski bakvörðurinn Benjamin Mendy geti byrjað að spila á nýjan leik.

Mendy, sem var frá keppni í níu mánuði á síðustu leiktíð eftir að hafa slitið krossband í hné, varð fyrir meiðslum á æfingu með Manchester City eftir landsleikjafríið en talið er að hann hafi brákað bein í ristinni.

„Hann er með eitthvert vandamál í beini í fætinum og ég veit ekki hvenær hann snýr til baka,“ sagði Guardiola en hans menn sækja nýliða Cardiff heim á morgun.

Betri fréttir fyrir stuðningsmenn City eru þær að belgíski landsliðsmaðurinn er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í hné í síðasta mánuði. De Bryune hefur sett stefnuna á að verða orðinn klár þegar Manchester City mætir grönnum sínum í Manchester United 11. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert