Heldur sigurganga Liverpool áfram?

Liverpool hefur farið gríðarlega vel af stað.
Liverpool hefur farið gríðarlega vel af stað. AFP

Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag með átta leikjum. Bæði Manchester-liðin ásamt Liverpool eiga leiki í dag og þá verður Jóhann Berg Guðmundsson að öllum líkindum í eldlínunni með Burnley.

Dagurinn hefst á viðureign Fulham og Watford klukkan 11:30 en því næst taka við sex leikir klukkan 14. Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff, nágrannarnir í United fá Wolves í heimsókn og geta þar unnið þriðja deildarsigur sinn í röð eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Þá getur Liverpool skotist eitt á toppinn þegar það tekur á móti Southampton á Anfield. Liverpool og Chelsea eru bæði á toppnum með 15 stig en liðið frá Bítlaborginni hefur lakari markatölu. Chelsea spilar ekki fyrr en á morgun er liðið heimsækir West Ham í Lundúnaslag.

Deginum lýkur svo með viðureign Brighton og Tottenham en Lundúnaliðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum.

Leikir dagsins
11:30 Fulham - Watford
14:00 Burnley - Bournemouth
14:00 Cardiff - Manchester City
14:00 Crystal Palace - Newcastle
14:00 Leicester - Huddersfield
14:00 Liverpool - Southampton
14:00 Manchester United - Wolves
16:30 Brighton - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert