Sir Alex mættur aftur á Old Trafford

Sir Alex er mættur á Old Trafford.
Sir Alex er mættur á Old Trafford. AFP

Sir Alex Ferugson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er mættur aftur á Old Trafford til að styðja sína menn en hann hefur undanfarna mánuði verið að jafna sig eftir heilablóðfall.

Ferguson gekkst undir aðgerð 5. maí síðastliðinn og var undir ströngu eftirliti lækna um nokkurra vikna skeið en Skotinn er orðinn 76 ára gamall. Hann settist í helgan stein vorið 2013 eftir farsælan feril og hefur verið tíður gestur á leikjum United alla tíð síðan. Hann missti þó af lokum síðustu leiktíðar og fyrstu leikjunum í haust vegna veikinda en er nú snúinn aftur á sinn gamla heimavöll.

Fergu­son er sig­ur­sæl­asti knatt­spyrn­u­stjóri Bret­lands frá upp­hafi. Hann hampaði Eng­lands­meist­ara­titl­in­um þrett­án sinn­um, Evr­ópu­meist­ara­titl­in­um í tvígang og varð þar að auki ensk­ur bikar­meist­ari fimm sinn­um, alltaf með Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert