Allt gert til að halda Hazard

Eden Hazard og Hannes Þór Halldórsson á Laugardalsvellinum í september.
Eden Hazard og Hannes Þór Halldórsson á Laugardalsvellinum í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt verður reynt innan skynsamlegra marka til að halda Belganum Eden Hazard hjá Chelsea að sögn stjórnarformannsins Bruce Buck. 

Samningur Hazard við Chelsea er út keppnistímabilið 2019-2020. Hann er ekkert að flýta sér að skrifa undir nýjan samning. Hefur viðurkennt í fjölmiðlum að hann sé ánægður hjá Chelsea en draumur væri að spila með Real Madrid. 

„Allir stuðningsmenn Chelsea, hvort sem þeir eru í London eða annars staðar í heiminum, dýrka Eden Hazard. Hann er ekki einungis framúrskarandi knattspyrnumaður heldur einnig frábær náungi. Við viljum endilega halda honum og munum gera allt til þess að hann vilji vera áfram hjá Chelsea,“ er haft eftir Buck hjá beIn Sports.

Hazard er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sjö mörk.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert