Ljótasta United treyja sögunnar?

Paul Pogba mun ekki nota nýju treyjuna í leikjum.
Paul Pogba mun ekki nota nýju treyjuna í leikjum. AFP

EA Sports, fyrirtækið sem framleiðir FIFA tölvuleikina, gefur út sérstaka Manchester United treyju í samstarfi við Adidas fyrir tölvuleikinn. Fyrirtækið gerði slíkt hið sama á síðasta ári, en í þá var aðeins hægt að kaupa treyjuna í leiknum. EA ætlar að taka næsta skref á þessu ári og selja treyjuna í búðum. 

Myndum af treyjunni hefur verið lekið á netið og eru flestir af því að hún sé ansi ljót, í besta falli óvenjuleg. Treyjan verður ekki notuð af félaginu sjálfu, en stuðningsmenn geta nálgast hana.

Hér að neðan má sjá myndir af þessari skrautlegu treyju. 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert