Gylfi fékk lægstu einkunn allra hjá Everton

Gylfi Þór Sigurðsson stekkur upp í átt að boltanum í …
Gylfi Þór Sigurðsson stekkur upp í átt að boltanum í leiknum gegn Watford í kvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fær misjafna dóma fyrir frammistöðu sína eftir 2:2 jafntefli Everton gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Gylfi er mikið í umræðunni eftir leik þar sem hann brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 2:1 fyrir Watford. Í umsögn hjá miðlinum Liverpool Echo fær hann 6 í einkunn eins og þorri leikmanna liðsins. Þar segir að hann hafi verið mjög líflegur í fyrri hálfleik og átt sinn þátt í því að Everton var yfir í hálfleik, en svo dró af honum í síðari hálfleik.

Hjá Sky fær Gylfi hins vegar lægstu einkunn allra leikmanna Everton þar sem hann er sá eini sem er með 5 í einkunn. Hann deilir þeirri einkunn með Nathaniel Chalobah hjá Watford sem einnig var lægstur í sínu liði eftir að hafa komið inn af bekknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert