City fór létt með Huddersfield

Leroy Sané átti mjög góðan leik fyrir Manchester City og …
Leroy Sané átti mjög góðan leik fyrir Manchester City og lagði upp eitt mark og skoraði annað. AFP

Manchester City átti í litlum vandræðum með botnlið Huddersfield þegar liðin mættust á John Smith's-vellinum í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með öruggum sigri City, 3:0.

Danilo kom Manchester City yfir á 18. mínútu og eftir það var allur vindur úr heimamönnum í Huddersfield. Þrátt fyrir að City hafi ekki náð að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik voru leikmenn Huddersfield aldrei líklegir til þess að jafna leikinn.

City gerði svo út um leikinn með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks. Raheem Sterling tvöfaldaði forystu City á 54. mínútu og Leroy Sané þrefaldaði forystu City tveimur mínútum síðar og úrslitin á John Smith's-vellinum ráðin.

Manchester City er áfram í öðru sæti deildarinnar með 56 stig, nú fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool, sem er með 60 stig eftir fyrstu 23 umferðirnar. Huddersfield er í slæmum málum í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig, 11 stigum frá öruggu sæti.

Huddersfield 0:3 Man. City opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 3:0-sigri Manchester City.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert