Með Suárez koma gæði

Denis Suárez.
Denis Suárez. Ljósmynd/Arsenal

Unai Emery, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, er ánægður með að hafa fengið spænska miðjumanninn Den­is Su­árez til liðs sig en endanlega var gengið frá félagaskiptum hans frá Barcelona í morgun.

Suárez kemur til Arsenal að láni út leiktíðina en Arsenal hefur svo forkaupsrétt á honum eftir tímabilið.

„Við erum mjög ánægðir að fá Denis Suárez. Hann er leikmaður sem ég þekki vel og hef unnið með honum hjá Sevilla. Með honum koma gæði og möguleikar á mörgum ólíkum sóknarstöðum svo hann mun hjálpa liðinu,“ segir Emery.

Barcelona fram­lengdi samn­ing sinn við Su­árez til 2021, áður en gengið var frá láns­samn­ingn­um, svo kaup­verðið yrði hærra eft­ir leiktíðina. Su­árez er bú­inn að spila 71 leik fyr­ir Barcelona síðan árið 2013, en hann hef­ur aðeins komið við sögu í átta leikj­um á tíma­bil­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert