Flugvélin skoðuð nánar í dag

Aron Einar Gunnarsson, með mynd af Emiliano Sala, fyrir leik …
Aron Einar Gunnarsson, með mynd af Emiliano Sala, fyrir leik Cardiff og Bournemouth á laugardag. AFP

Flugvélin sem hrapaði í Ermarsundinu með knattspyrnumanninn Emiliano Sala innanborðs verður skoðuð nánar í dag. Leitarmenn segjast hafa séð á myndavélum númer flugvélarinnar og segja mestan hluta hennar hafa fundist. 

Flakið liggur á 63 metra dýpi og með neðansjávarmyndavélum fengu leitarmenn úr því skorið að um tiltekna flugvél væri að ræða. 

Leitin að vélinni var fjármögnuð af einkaaðilum þegar leit var hætt af hálfu opinberra aðila. Talsmaður hópsins, David Mearns, segir í útvarpsviðtali að vélin verði skoðuð nánar í dag. 

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú tekið við á slysstað og einkaaðilarnir hafa dregið sig í hlé. 

Emiliano Sala var minnst fyrir leik Cardiff og Bournemouth.
Emiliano Sala var minnst fyrir leik Cardiff og Bournemouth. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert