Stuðningsmaður City þungt haldinn

Leikmenn Manchester City fagna í gær.
Leikmenn Manchester City fagna í gær. AFP

Einn stuðningsmaður Manchester City liggur nú þungt haldinn á spítala eftir árás sem hann varð fyrir eftir 3:2-sigur City á Schalke í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. 

Stuðningsmenn Schalke veittust að honum eftir leikinn, sem City vann 3:2. „Félagið er að vinna í þessu máli ásamt lögreglunni í Manchester og lögreglunni í Þýskalandi.

Starfsmaður félagsins er enn í Þýskalandi að veita stuðningsmanninum og fjölskyldu hans stuðning,“ segir í yfirlýsingu sem City sendi frá sér í dag. 

Sergio Agüero kom City yfir áður en Nabil Bentaleb skoraði tvö mörk og sneri leiknum við. Þrátt fyrir að Nicolas Otamendi hafi fengið rautt spjald, skoruðu Leroy Sané og Raheem Sterling til að tryggja enska liðinu sigurinn. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert