Lygileg tölfræði hjá Newcastle

Það er mikill stöðugleiki í herbúðum Newcastle.
Það er mikill stöðugleiki í herbúðum Newcastle. AFP

Óhætt er að segja að stöðugleiki sé viðeigandi orð til að lýsa Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um þessar mundir. Newcastle er í ágætum málum eftir fínt gengi að undanförnu og er liðið með 35 stig, sjö stigum frá fallsæti þegar sjö leikir eru eftir af deildinni. 

Newcastle er búið að vinna níu leiki, gera átta jafntefli og tapa fjórtán leikjum í 31 leik. Liðið er búið að skora 31 mark, fá á sig 40 og er því með markatöluna níu mörk í mínus og 35 stig.

Það sem gerir þá tölfræði merkilega er að Newcastle var með nákvæmlega sömu tölfræði eftir 31 leik á síðustu leiktíð.

Þá var liðið búið að vinna jafnmarga leiki, gera jafnmörg jafntefli og tapa jafnmörgum leikjum. Ekki nóg með það, heldur var liðið búið að skora jafnmörg mörk og fá á sig jafnmörg mörk á sama tíma fyrir ári. 

Mögnuð tölfræði.
Mögnuð tölfræði. Ljósmynd/The Sun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert