Völlurinn loksins tilbúinn (myndskeið)

Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í Tottenham fá Crystal Palace …
Mauricio Pochettino og lærisveinar hans í Tottenham fá Crystal Palace í heimsókn á Tottenham Hotspur Stadium þann 3. apríl næstkomandi. AFP

Nýr heimavöllur enska knattspyrnufélagsins Tottenham, Tottenham Hotspur Stadium, er loksins tilbúinn eftir fjögur ár í byggingu. Tottenham hefur spilað heimaleiki sína á Wembley, undanfarin fjögur ár, en liðið mun leika fyrsta heimaleik sinn á nýja vellinum þann 3. apríl næstkomandi gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Á sunnudaginn næsta mætir U18 ára lið Tottenham U18 ára liði Southampton á nýja vellinum í eins konar prufukeyrslu á vellinum. Tottenham er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 61 stig eftir 30 leiki og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.

Félagið birti myndband á Twitter-síðu sinni í dag af framvkæmdum nýja vallarsins en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert