Úlfarnir með sannfærandi sigur

Rúben Neves fagnar eftir að hafa komið Wolves yfir í …
Rúben Neves fagnar eftir að hafa komið Wolves yfir í leiknum í kvöld. AFP

Arsenal tapaði í kvöld dýrmætum stigum í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar liðið beið lægri hlut fyrir Wolves á útivelli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik þegar Rúben Neves, Matt Doherty og Diogo Jota skoruðu sitt markið hver. Miðvörðurinn Sokratis náði að svara fyrir Arsenal með skallamarki tíu mínútum fyrir leikslok.

Arsenal situr þar með áfram í fimmta sæti deildarinnar með 66 stig og er nú stigi á eftir Chelsea og fjórum stigum á eftir Tottenham í slagnum um þriðja og fjórða sætið þegar þremur umferðum er ólokið.

Úlfarnir flugu upp um þrjú sæti með sigrinum en þeir eru nú í sjöunda sætinu með 51 stig og það getur gefið keppnisrétt í Evrópudeildinni.

Wolves 3:1 Arsenal opna loka
90. mín. Granit Xhaka (Arsenal) á skot sem er varið Aukaspyrna - fyrsta skotið sem Rui Patrício í marki Úlfanna þarf að verja í leiknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert