Tíu frá toppliðunum - ellefti kom á óvart

Sergio Agüero og Raheem Sterling eru báðir í framlínunni í …
Sergio Agüero og Raheem Sterling eru báðir í framlínunni í liði ársins. AFP

Samtök enskra atvinnuknattspyrnumanna, PFA, birtu í dag úrvalslið sitt fyrir tímabilið 2018-19 í ensku úrvalsdeildinni. Tíu af ellefu leikmönnum liðsins koma frá toppliðunum Manchester City og Liverpool en kjörið á þeim ellefta kom mörgum á óvart.

Það er Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, sem hefur átt frekar köflótt tímabil með liðinu og sætt talsverðri gagnrýni eins og margir liðsfélagar hans.

Manchester City á sex leikmenn í liðinu og Liverpool fjóra en það er þannig skipað:

Markvörður:
Ederson, Manchester City

Varnarmenn:
Trent Alexander Arnold, Liverpool
Aymeric Laporte, Manchester City
Virgil van Dijk, Liverpool
Andy Robertson, Liverpool

Miðjumenn:
Paul Pogba, Manchester United
Fernandinho, Manchester City
Bernardo Silva, Manchester City

Sóknarmenn:
Raheem Sterling, Manchester City
Sergio Agüero, Manchester City
Sadio Mané, Liverpool

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert