Van Dijk valinn bestur

Virgil van Dijk hefur verið stórkostlegur í varnarlínu Liverpool á …
Virgil van Dijk hefur verið stórkostlegur í varnarlínu Liverpool á þessari leiktíð. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, var í daginn valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu af deildinni sjálfri. Van Dijk hefur átt frábært tímabil með Liverpool sem er í harðri baráttu við Manchester City um enska úrvalsdeildartitilinn.

Van Dijk var valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum deildarinnar fyrr í þessum mánuði en Raheem Sterling, sóknarmaður Manchester City, var valinn bestur af blaðamönnum sem fjalla um deildina. 

Kosið var á vef ensku úrvalsdeildarinnar en alls voru sjö leikmenn sem komu til greina í valinu. Þrír frá Liverpool, Van Dijk, Sadio Mané og Mohamed Salah. Þrír frá City, Bernardo Silva, Sergio Agüero og Raheem Sterling og loks Eden Hazard, leikmaður Chelsea. Van Dijk er þriðji varnarmaðurinn til þess að hreppa verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert