Potter að taka við Brighton

Graham Potter verður næsti stjóri Brighton.
Graham Potter verður næsti stjóri Brighton. AFP

Graham Potter verður næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton. Sky Sports greinir frá.

Potter tók við Swansea fyrir síðustu leiktíð og stýrði liðinu í tíunda sæti í ensku B-deildinni og komst í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. 

Potter tók við Swansea, eftir að hann gerði magnaða hluti með Östersund í Svíþjóð. Swansea bauð Potter nýjan samning í kjölfar þess að Brighton sýndi honum áhuga, en hann hafnaði honum til hefja viðræður við Brighton. 

Brighton rak Chris Hughton á dögunum og þarf félagið að greiða Swansea um tvær milljónir punda fyrir ráðninguna á Potter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert