Kompany yfirgefur City

Vincent Kompany.
Vincent Kompany. AFP

Vincent Kompany, fyrirliði þrefaldra meistara Manchester City, greindi frá því í dag að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið í sumar.

Belginn, sem er 33 ára gamall, hefur spilað með liði Manchester City í 11 ár en hann kom til þess frá þýska liðinu Hamburg. Kompany lék 360 leiki með liðinu, varð fjórum sinnum Englandsmeistari, vann bikarinn tvisvar sinnum og deildarbikarinn fjórum sinnum.

Kompany lék allan tímann í gær þegar City tryggði sér þrennuna með 6:0 sigri gegn Watford í úrslitaleik liðanna í ensku bikarkeppninni á Wembley í gær.

Kompany hefur gert þriggja ára samning við belgíska liðið Anderlecht þar sem hann verður spilaði þjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert