United leitar liðsinnis Van der Saar

Matthijs De Ligt.
Matthijs De Ligt. AFP

Manchester United og Barcelona eru í harðri baráttu um að krækja í Matthijs De Ligt frá liði Ajax en þessi 19 ára gamli miðvörður er eftirsóttasti varnarmaður heims.

Spænskir og enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United sé reiðubúið að greiða De Light 236 þúsund pund í vikulaun en sú upphæð jafngildir rúmlega 37 milljónum króna. Ekki er talið að Barcelona sé tilbúið að borga De Light sambærilega upphæð, að sögn spænskra fjölmiðla.

United ætlar að gera allt sem það getur til að fá miðvörðinn sterka til liðs við sig og fram kemur í ensku pressunni í dag að það vonist til þess að Edwin van der Saar, fyrrverandi markvörður United, hjálpi til að fá De Light til að fara til Manchester-liðsins en Van der Saar starfar fyrir hollensku meistarana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert