Sir Alex biðlar til Man. United

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United og goðsögn í sögu félagsins, hefur biðlað til félagsins að fara að sínum ráðum varðandi stöðu ráðgjafa.

Ferguson segir að United ætti að ráða Steve Walsh í ráðgjafastöðu innan félagsins og að hann ætti að hafa umsjón með þeirri endurskipulagningu sem von er á innanhúss. Sérstaklega er verið að horfa til þess að bæta þekkinguna innan félagsins til þess að koma auga á hæfileika hjá ungum knattspyrnumönnum.

Walsh var í svipuðu hlutverki hjá Leicester þegar liðið varð enskur meistari árið 2016 og var meðal annars ástæðan fyrir því að Leicester keypti þá N‘Golo Kante og Riyad Mahrez, sem báðir voru seldir með miklum hagnaði. Síðast var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton.

Ráðamenn hjá United eru frekar sagðir vilja ráða fyrrverandi leikmann liðsins í þessa stöðu innan félagsins, en Ferguson hefur lagt kapp á að hans fyrrverandi félag horfi til Walsh.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert