Tekur ákvörðun á næstu dögum

Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt tekur ákvörðun um framtíð sína …
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt tekur ákvörðun um framtíð sína á næstu dögum. AFP

Framtíð hollenska knattspyrnumannsins Matthijs de Ligt skýrist á næstu dögum en það eru franskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í kvöld. De Ligt er aðeins 19 ára gamall en hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu að undanförnu en hann er á förum frá uppeldisfélagi sínu Ajax.

Franski miðillinn RMC greinir frá því að De Ligt muni velja á milli Barcelona, PSG, Real Madrid og Juventus á næstu dögum en leikmaðurinn er ekki á leiðinni til Manchester United eða Liverpool en hann var sterklega orðaður við bæði lið fyrr í sumar.

Fyrir viku síðan fullyrtu fjölmiðlar í Frakklandi að De Ligt væri á leið til PSG í Frakklandi en núna greina fjölmiðlar ytra frá því að De Ligt gæti valið Real Madrid fram yfir frönsku meistarana. Þá var talið næsta víst að De Ligt færi til Barcelona í byrjun sumars en það er talið ólíklegt eins og staðan er í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert