Barton kærður fyrir líkamsárás

Joey Barton.
Joey Barton. Ljósmynd/fleetwoodtownfc.com

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur kært Joey Barton, knattspyrnustjóra enska C-deildarliðsins Fleetwood, fyrir líkamsárás.

Atvikið átti sér stað eftir leik Fleetwood og Barnsley í leik liðanna í ensku C-deildinni í apríl en Barton skallaði Daniel Stendel, stjóra Barnsley, í leikmannagöngunum eftir að stjórunum hafði lent saman.

Stendel yfirgaf svæðið alblóðugur í andlitinu en árásin var kærð til lögreglu sem hefur unnið að rannsókn málsins.

Barton hefur oft komið sér í vandræði innan sem utan vallar og var til að mynda dæmdur í 18 mánaða bann frá öll­um af­skipt­um af knatt­spyrnu eft­ir að hafa verið fund­inn sek­ur um umtals­verð veðmál tengd knatt­spyrnu fyrir tveimur árum og þá fékk hann 12 leikja bann fyrir að gefa Carlos Tévez olnbogaskot og sparka í Sergio Agüero í leik QPR og Manchester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert