Leikmennirnir velja fyrirliðann

Pep Guardiola fylgist með leik sinna manna gegn West Ham …
Pep Guardiola fylgist með leik sinna manna gegn West Ham af hliðarlínunni. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segist ætla að leggja það upp í hendurnar á leikmönnum sínum að útnefna fyrirliða liðsins á komandi leiktíð.

Belginn Vincent Kompany hefur verið með fyrirliðabandið undanfarin ár hjá City en hann er nú horfinn á braut og þar með verður nýr fyrirliði skipaður hjá meisturunum.

Spænski miðjumaðurinn David Silva var fyrirliði í 4:1 sigri City gegn West Ham í Asíubikarnum í gær en varanlegur fyrirliði verður ekki tilkynntur fyrr en allur hópurinn verður kominn saman eftir sumarfrí.

„Þeir munu velja fyrirliða þegar við verðum allir komir saman,“ sagði Guardiola við fréttamenn eftir sigurinn gegn West Ham í gær.

Kevin de Bruyne segir að hann yrði ánægður að taka við fyrirliðastöðunni ef honum byðist það. „Ef liðið vill að ég verði fyrirliði eða félagið þá myndi ég glaður þiggja það,“ sagði belgíski miðjumaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert