Fyrsta tap Lampard kom í Japan

Kenedy í baráttunni fyrir Chelsea í Japan í dag.
Kenedy í baráttunni fyrir Chelsea í Japan í dag. AFP
Leandro Damiao reyndist hetja japanska knattspyrnuliðsins Kawasaki Frontale þegar liðið fékk Chelsea í heimsókn í æfingaleik í Yokohama í Japan í dag. Damiao skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu en þetta var fyrsta tap Chelsea undir stjórn Frank Lampard sem tók við liðinu í byrjun mánaðarins.
Chelsea mætti með ágætlega sterkt lið til leiks en þeir Michy Batshuayi, Kenedy, Pedro, Mateo Kovacic, Jorginho, David Luiz og Cesar Azpilicueta voru allir í byrjunarliðinu í dag. Lampard gerði fimm breytingar í hálfleik en þeir Olivier Giroud, Emerson og Ross Barkley komu allir inn á og Christian Pulisic kom inn á sem varamaður á 65. mínútu.
Þetta var fyrsta tap Chelsea á undirbúningstímabilinu en liðið mætir Barcelona næst þann 23. júlí næstkomandi í Saitama í Japan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert