Rondon mættur til Kína

Salomon Rondón er mættur til Kína.
Salomon Rondón er mættur til Kína. AFP

Salomon Rondón er kominn til Kína en enska knattspyrnufélagið West Bromwich Albion hefur samþykkt tilboð Dalian Yifang í leikmanninn en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Rafael Benítez, fyrrverandi stjóri Newcastle, tók við liði Dalian Yifang á dögunum og lagði mikla áherslu á að fá Rondon til Kína.

Rondón er 29 ára gamall en hann skoraði ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð í 32 leikjum, ásamt því að leggja upp sjö mörk fyrir liðsfélaga sína. Rondon var á láni hjá Newcastle frá WBA en kaupverðið á Rondon er í kringum 17 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert