Butt fær stöðuhækkun hjá United

Nicky Butt í góðgerðaleik með Manchester United á dögunum.
Nicky Butt í góðgerðaleik með Manchester United á dögunum. AFP

Nicky Butt hefur fengið stöðuhækkun hjá Manchester United, en hann mun nú vinna sem ráðgjafi knattspyrnustjórans Ole Gunnars Solskjær hjá aðalliðinu.

Butt var áður yfirmaður unglingaakademíu félagsins og mun hann halda áfram að vinna með ungum leikmönnum félagsins. 

„Manchester United er í blóðinu mínu og ég mun mjög stoltur taka að mér nýtt verkefni hjá félaginu. Ég er ástríðufullur í að hjálpa hæfileikaríkum leikmönnum ná lengra.

Við Ole munum halda áfram að reyna að láta unga leikmenn þrífast í okkar umhverfi," sagði Butt í viðtali á heimasíðu Manchester United. 

Butt lék á sínum tíma 387 leiki fyrir United og skoraði í þeim tvö mörk. Hann lék einnig með Newcastle, Birmingham og South China í Hong Kong. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert