Líkfundur í húsi Arsenal-manns

Mohamed Elneny á Afríkumótinu fyrr í sumar.
Mohamed Elneny á Afríkumótinu fyrr í sumar. AFP

Lík karlmanns fannst í húsi knattspyrnumannsins Mohamed Elneny, leikmanns Arsenal, í Egyptalandi.

Það var faðir Elneny, Nasser, sem kom að líkinu þegar hann kom við í húsinu sem staðsett er í Mahalla al-Kubra, um 100 kílómetra norður af Kaíró.

Samkvæmt lögreglu er talið að maðurinn hafi látist af völdum raflosts þar sem hann reyndi að stela rafstrengjum.

Húsið er nýtt og ákvað Elneny-fjölskyldan nýverið að gefa það til góðgerðarmála. Samkvæmt BBC var Elneny, sem nú er á undirbúningstímabili með Arsenal eftir að hafa spilað með Egyptalandi á Afríkumótinu í sumar, tilkynnt um málið í síma og mun hann halda áfram undirbúningi sínum með Lundúnaliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert