Liverpool teflir fram sínu sterkasta liði

AFP

Búið er að birta byrjunarlið Liverpool og Manchester City sem mætast í leiknum árlega um Samfélagsskjöldinn á Wembley-leikvanginum í London klukkan 14.

Evrópumeistarar Liverpool mæta til leiks með sitt sterkasta mögulega lið en aðeins vantar Sadio Mané sem vitað var að yrði ekki með. Um er að ræða níu af þeim 11 leikmönnum sem byrjuðu úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, aðeins vantar Mané og Joel Matip sem er á bekknum. Jürgen Klopp knattspyrnustjóri hefur þó staðfest að hann ætlar að nota allar sex skiptingarnar sínar í dag.

Nokkra lykilmenn vantar í lið Englandsmeistar City sem er til að mynda ekki með hreinræktaðan framherja í byrjunarliði sínu. Nýji maðurinn Rodri byrjar á miðjunni en hann kom frá Atlético Madrid fyrir metfé í sumar. Þá eru þeir Ederson, Gabriel Jesus og Sergio Agüero allir á varamannabekknum en Fernandinho er utan hóps. Leroy Sané er aftur á móti í byrjunarliðinu en hann hefur verið sterklega orðaður við félagsskipti til Bayern München í Þýskalandi.

Liverpool: (4-3-3) Mark: Alisson Becker. Vörn: Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez, Virgil van Dijk, Andy Robertson. Miðja: Jordan Henderson, Fabinho, Georginio Wijnaldum. Sókn: Mohamed Salah, Divock Origi, Roberto Firmino. 
Varamenn: Simon Mignolet (M), Dejan Lovren, Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, Adam Lallana, Xherdan Shaqiri, Joel Matip. 

Man.City: (4-3-3) Mark: Claudio Bravo. Vörn: Kyle Walker, John Stones, Nicolás Otamendi, Oleksandr Zinchenko. Miðja: Kevin De Bruyne, Rodri, David Silva. Sókn: Bernardo Silva, Raheem Sterling, Leroy Sané. 
Varamenn: Ederson (M), Ilkay Gündogan, Gabriel Jesus, Sergio Agüero, Angelino, Phil Foden, Eric Garcia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert