Sheffield Wednesday upp í toppsætið

Sheffield Wednesday er komið upp í toppsætið.
Sheffield Wednesday er komið upp í toppsætið. Ljósmynd/Sheffield Wednesday

Sheffield Wednesday er komið upp í toppsæti ensku B-deildarinnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á nýliðum Luton Town á heimavelli í kvöld. Kadeem Harris skoraði sigurmarkið á 54. mínútu.

Með sigrinum fór Sheffield-liðið upp í níu stig og er með tveggja stiga forskot á fimm lið, sem flest eiga leik til góða. 

Middlesbrough vann sinn fyrsta sigur síðan Jonathan Woodgate tók við liðinu í sumar. Liðið hafði betur gegn Wigan á heimavelli, 1:0. Britt Assombalonga skoraði sigurmarkið á 23. mínútu. 

Derby tapaði nokkuð óvænt fyrir Bristol City á heimavelli. Andreas Weimann og Josh Brownhill komu Bristol í 2:0 í fyrri hálfleik, áður en Jack Marriott minnkaði muninn á 85. mínútu og þar við sat.

Birmingham vann sinn annan sigur á leiktíðinni er liðið fékk nýliða Barnsley í heimsókn. Lukas Jutkiewicz og Álvaro Giménez skoruðu mörk Birmingham. Loks vann Blackburn 1:0-útisigur á Hull. Derrick Williams skoraði sigurmarkið. 

Síðustu sjö leikirnir í 4. umferðinni verða spilaðir annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert