Gylfi og félagar töpuðu fyrir nýliðunum

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Tyrone Mings og Björn …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Tyrone Mings og Björn Engels í vörn Aston Villa í kvöld. AFP

Nýliðar Aston Villa unnu sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið fékk Gylfa Þór Sigurðsson og lið Everton í heimsókn í fyrsta leik þriðju umferðar í kvöld. Lokatölur urðu 2:0 fyrir Villa.

Leikurinn var jafn framan af en á 22. mínútu komst Aston Villa yfir. Jota fékk þá boltann hægra megin, náði stungusendingu inn á brasilíska framherjann Wesley sem kláraði færið virkilega vel og kom nýliðunum yfir.

Villa var mun sterkari aðilinn eftir að hafa komist yfir og Everton náði ekki að ógna marki þeirra að ráði. Gylfi Þór var tekinn af velli eftir rétt rúman klukkutíma þegar Everton bætti í sóknina, en liðinu gekk enn illa að skapa sér færi.

Alex Iwobi átti hættulegasta færið tæpum tíu mínútum fyrir leikslok þegar hann átti skot í stöngina á marki Villa. Everton sótti áfram en á fimmtu mínútu uppbótartíma fékk Villa skyndisókn, Wesley fann Anwar El Ghazi sem skoraði úr þröngu færi í teignum. Niðurstaðan 2:0-sigur Villa.

Villa er nú með þrjú stig eftir þrjá leiki en Everton er með fjögur eftir að hafa gert eitt jafntefli og unnið einn fyrir leikinn í kvöld. Liðið hefur hins vegar aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjunum.

Aston Villa 2:0 Everton opna loka
90. mín. Theo Walcott (Everton) á skot framhjá Dauðafæri!! Moise Kean gerir vel í teignum, nær að koma honum fyrir á Walcott sem er einn gegn markinu en nær ekki viðstöðulausu skotinu á markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert